Yfrinn þýðir ærinn , kappnógur . Sé yfrinn matur handa öllum er meira en nóg af mat. Hvorugkynið yfrið er oft notað eins og atviksorð og þýðir þá mjög , um of , ríkulega o.fl. „Var að sönnu nokkurt kjöt á þeim, en það var yfrið slæmt átu.
Yfrinn þýðir ærinn , kappnógur . Sé yfrinn matur handa öllum er meira en nóg af mat. Hvorugkynið yfrið er oft notað eins og atviksorð og þýðir þá mjög , um of , ríkulega o.fl. „Var að sönnu nokkurt kjöt á þeim, en það var yfrið slæmt átu.“ (Í Ritmálssafni.) Ekki úr matreiðsluþætti, heldur Felsenborgarsögum.