Viktor Gísli Hallgrímsson
Viktor Gísli Hallgrímsson
Karlalandslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fór vel af stað á Evrópumótinu í Króatíu og vann 25:20-sigur á Póllandi í fyrsta leik í gær. Staðan að loknum fyrir hálfleik var 12:9 fyrir Ísland.

Karlalandslið Íslands í handknattleik, skipað leikmönnum 18 ára og yngri, fór vel af stað á Evrópumótinu í Króatíu og vann 25:20-sigur á Póllandi í fyrsta leik í gær. Staðan að loknum fyrir hálfleik var 12:9 fyrir Ísland.

Íslenska liðið er í D-riðli ásamt Slóveníu, Svíþjóð og Póllandi. Liðin sem hafna í tveimur efstu sætum riðilsins spila um sæti 1-8 á meðan neðri tvö liðin spila um sæti 9-16.

Dagur Gautason gerði níu mörk fyrir íslenska liðið og var markahæstur en þeir Haukur Þrastarson og Eiríkur Guðni Þórarinsson fjögur hvor.

Íslenska liðið leikur við það sænska í dag, en Svíþjóð vann öruggan 29:21-sigur á Slóveníu í sínum fyrsta leik og má búast við því að Svíarnir verði öflugir.

Markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum en hann varði þrjú vítaköst frá Pólverjunum og alls 19 skot í leiknum. kris@mbl.is