Kaupfélag Hinsegin daga, Suðurgötu 3.
Kaupfélag Hinsegin daga, Suðurgötu 3.
Ragnar Veigar Guðmundsson, í stjórn Hinsegin daga, spjallaði við Hvata og Huldu í síðdegisþætti K100 um kaupfélag Hinsegin daga, hann segir kaupfélagið vera litríkustu verslun landsins.

Ragnar Veigar Guðmundsson, í stjórn Hinsegin daga, spjallaði við Hvata og Huldu í síðdegisþætti K100 um kaupfélag Hinsegin daga, hann segir kaupfélagið vera litríkustu verslun landsins. Kaupfélagið í Suðurgötu 3 er jafnframt upplýsinga- og þjónustumiðstöð hátíðarinnar og er opið á meðan Hinsegin dagar standa yfir.

„Þetta er okkar aðalfjáröflun og ef við hefðum þetta ekki þá gætum við ekki haldið Hinsegin daga jafnglæsilega og raun ber vitni,“ segir Ragnar. Hann segir vöruskipti ekki viðgangast líkt og í kaupfélögunum í gamla daga, en hann segist tilbúin að skoða allar hugmyndir í þeim efnum. Þegar hann er spurður út í vinsælustu vörurnar í búðinni segir hann glimmer-varalit rjúka út og svo eru regnbogafánarnir alltaf vinsælir.

Hlustaðu á viðtalið við Ragnar á www.k100.is