— Morgunblaðið/Ómar
10. ágúst 1801 Landsyfirréttur var settur í fyrsta sinn í Hólavallaskóla í Reykjavík, en ákveðið var ári áður að hann tæki að mestu leyti við hlutverki Alþingis, sem þá var afnumið. Fyrsti dómstjóri var Magnús Stephensen.

10. ágúst 1801

Landsyfirréttur var settur í fyrsta sinn í Hólavallaskóla í Reykjavík, en ákveðið var ári áður að hann tæki að mestu leyti við hlutverki Alþingis, sem þá var afnumið. Fyrsti dómstjóri var Magnús Stephensen. Síðast var dómur kveðinn upp í Landsyfirrétti 1919 en Hæstiréttur tók við af honum 1920.

10. ágúst 1975

Guðlaug Þorsteinsdóttir, 14 ára, varð fyrsti kvenskákmeistari Norðurlanda á móti í Sandefjord í Noregi. Hún hlaut sjö vinninga í tíu umferðum.

10. ágúst 2002

Þrjátíu manns slösuðust þegar regnskyggni féll á hóp fólks á skemmtidagskrá á Ingólfstorgi. „Fólk hafði komið sér fyrir ofan á skyggninu uns það lét undan þunganum,“ sagði Morgunblaðið.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson