Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson
Axel Bóasson úr Keili og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG virðast ná vel saman í liðakeppni en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á EM atvinnumanna í golfi sem fram fer á hinum þekkta velli Gleneagles í Skotlandi.

Axel Bóasson úr Keili og Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG virðast ná vel saman í liðakeppni en þeir hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á EM atvinnumanna í golfi sem fram fer á hinum þekkta velli Gleneagles í Skotlandi.

Axel og Birgir mættu þeim Guido Miglozzi og Lorenzo Gagli frá Ítalíu og höfðu betur 2/1. Keppt er í holukeppni í riðlinum og fyrirkomulagið er fjórbolti. Þá leika báðir kylfingarnir holuna og betra skorið telur.

Ísland og Noregur mætast í dag í úrslitaleik um sigur í riðlinum og áframhaldandi keppni en bæði liðin hafa unnið Ítalíu og Belgíu.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni gerðu jafntefli gegn Finnlandi og eru með hálfan vinning eftir tvo leiki. Þær mæta Austurríki í dag.