Í höfn Heimaey og Álsey voru í höfn um verslunarmannahelgina.
Í höfn Heimaey og Álsey voru í höfn um verslunarmannahelgina. — Morgunblaðið/Líney
Líney Sigurðaradóttir Þórshöfn Sumarvertíðin hófst um mánaðamótin hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn og búið að taka þar á móti um 1.500 tonnum af makríl.

Líney Sigurðaradóttir

Þórshöfn

Sumarvertíðin hófst um mánaðamótin hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn og búið að taka þar á móti um 1.500 tonnum af makríl. Að sögn skipstjóra Heimaeyjar var nokkuð löng sigling á miðin suðaustur af landinu, eða um 12 tímar.

Unnið er nú allan sólarhringinn í vinnslunni og vertíðarbragur kominn á bæinn.

Ísfélagið hefur verið í töluverðum framkvæmdum í vinnslunni á Þórshöfn og mikil endurnýjun þar á búnaði til vinnslu uppsjávarfisks og með því er stuðlað að auknum gæðum framleiðslu og meiri sjálfvirkni í vinnslunni.