[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Hildur Guðjónsdóttir hjá Samgöngustofu fór yfir umferðaröryggi barna í morgunþættinum Ísland Vaknar. Nú fara skólarnir að byrja og nýir þátttakendur í umferðinni fara á stjá. Þróunin í þessum málum hefur verið afar jákvæð, að sögn Hildar.

Hildur Guðjónsdóttir hjá Samgöngustofu fór yfir umferðaröryggi barna í morgunþættinum Ísland Vaknar. Nú fara skólarnir að byrja og nýir þátttakendur í umferðinni fara á stjá.

Þróunin í þessum málum hefur verið afar jákvæð, að sögn Hildar. „Umferðarslysum þar sem börn koma við sögu hefur fækkað um 35% frá árinu 2000. Þetta er mjög jákvæð þróun sem við þökkum öflugum forvörnum og fræðslu,“ segir Hildur og bætir við að fólk sé orðið mun meðvitaðra um hætturnar sem leynast í umferðinni.

Hildur hvetur foreldra til að æfa börnin núna, áður en skólinn byrjar. „Það eru 4.600 börn sem byrja í skóla núna í haust og núna er akkúrat rétti tíminn til að fara að æfa leiðina í skólann og fara yfir helstu reglur. Og þá á að velja leið þar sem fáar eða engar götur eru,“ segir Hildur og bætir við að stysta leiðin sé ekki alltaf endilega sú besta. Hildur leggur líka mikla áherslu á merkja börnin vel með endurskinsmerkjum.

Hlustaðu á viðtalið við Hildi á www.k100.is