Valgarð Reinhardsson
Valgarð Reinhardsson
Valgarð Reinhardsson úr Gerplu tryggði sér í gær sæti í úrslitum í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Glasgow. Valgarð er í 5. sæti inn í úrslitin, en 8 keppendur komast í úrslit á hverju áhaldi.

Valgarð Reinhardsson úr Gerplu tryggði sér í gær sæti í úrslitum í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum í Glasgow. Valgarð er í 5. sæti inn í úrslitin, en 8 keppendur komast í úrslit á hverju áhaldi.

Valgarð er 22 ára og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Úrslitin í stökki fara fram á sunnudaginn.

Enginn sem keppir fyrir Ísland hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Þess má geta að Eyþóra Elísabet Þórsdóttir sem á íslenska foreldra en keppir fyrir Holland hefur unnið til verðlauna á EM.

Norma Dögg Róbertsdóttir var mjög nærri því að komast í úrslit í á EM 2015, einnig í stökki, og hafnaði í 9. sæti eða aðeins einu sæti frá því. kris@mbl.is