Hagtölur Atvinnuleysi jókst um 0,8 prósentustig í júní miðað við í fyrra.
Hagtölur Atvinnuleysi jókst um 0,8 prósentustig í júní miðað við í fyrra.
Atvinnuleysi í júní mældist 3,1% samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnulausir voru um 1.700 fleiri en í júní í fyrra og hlutfall þeirra jókst um 0,8 prósentustig. Áætlað er að 209.

Atvinnuleysi í júní mældist 3,1% samkvæmt nýrri vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnulausir voru um 1.700 fleiri en í júní í fyrra og hlutfall þeirra jókst um 0,8 prósentustig.

Áætlað er að 209.700 manns á aldrinum 16-74 ára hafi verið á vinnumarkaði í júní, sem jafngildir 84% atvinnuþátttöku. Þar af voru um 6.400 manns án vinnu og í atvinnuleit.

Vinnuaflið jókst um 3.900 manns milli mælinga fyrir júní 2017 og 2018. Vinnuafl sem hlutfall af mannfjölda lækkaði um 1,4 prósentustig milli júnímánaða.

Fjöldi utan vinnumarkaðar í júní var 39.800 og hafði þeim fjölgað um 4.800 manns frá því í sama mánuði í fyrra.

Alls voru í kringum 111.000 karlar starfandi í júní og 92.300 konur. Af atvinnulausum voru um 4.000 karlar en 2.500 konur.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á bilinu 16 til 24 ára var 8,1% í júní en hafði verið 5,1% í júní árið 2017. Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands var árstíðaleiðrétt atvinnuleysi, þar sem búið er að leiðrétta fyrir árstíðabundnum sveiflum, 3,4% sem er einu prósentustigi hærra en í júnímánuði í fyrra þegar árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 2,4%.

Atvinnuleysi á öðrum ársfjórðungi var 3,6% sem er hækkun um 0,2 prósentustig frá sama fjórðungi í fyrra þegar það mældist 3,4%.

Atvinnuleysi var 3,9% á höfuðborgarsvæðinu og stóð í stað milli ára og 3,0% utan þess á öðrum ársfjórðungi, samanborið við 2,6% á sama ársfjórðungi árið 2017.

steingrimur@mbl.is