Undantekning hefur verið gerð á ströngu banni sem ríkir í Þýskalandi gegn notkun hakakrossins og annarra táknmerkja nasista svo leyfilegt verði að notast við þau í tölvuleikjum.
Undantekning hefur verið gerð á ströngu banni sem ríkir í Þýskalandi gegn notkun hakakrossins og annarra táknmerkja nasista svo leyfilegt verði að notast við þau í tölvuleikjum. Hvatinn að lagabreytingunni er
Wolfenstein
-tölvuleikjaserían þar sem leikmaðurinn berst gegn nasistum. Komist hefur verið að þeirri niðurstöðu að leikirnir séu listaverk og fái því undanþágu frá banninu.