Ólíkindatól Egill Sæbjörnsson.
Ólíkindatól Egill Sæbjörnsson. — Morgunblaðið/Einar Falur
Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar verður opnuð á morgun á Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti.

Þrískipt sýning með verkum Ágústu Oddsdóttur, Elínar Jónsdóttur og Egils Sæbjörnssonar verður opnuð á morgun á Neðra-Hálsi í Kjós, í gamla Borgarbókasafninu við Þingholtsstræti og á barnum á Hótel Holti.

Ágústa er móðir Egils sem var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum á síðasta ári og Elín er móðir Ágústu og amma Egils. Bresk-bandaríski myndlistargagnrýnandinn Karen Wright er sýningarstjóri en hún var eigandi og ritstjóri listtímaritsins Modern Painters til 20 ára og er því þekkt innan listaheimsins bæði vestan hafs og austan. Egill, Ágústa og Elín eiga öll ættir að rekja til Neðri-Háls og eru rætur verkanna á sýningunni þaðan. „Endurvinnsla Ágústu á kössum utan af tækjum sem hún hefur teiknað á sögur frá bænum og endurnýting Elínar á öllu sem til féll, sem og sögusköpun Egils og notkun á steinum er eitthvað sem augljóslega má finna á bænum og hans nánasta umhverfi, í fjallinu og í náttúrunni,“ segir i tilkynningu.

Sýningin í gamla Borgarbókasafninu verður opin einungis þrjá daga, tvo tíma á dag, 2.-4. sept. frá 12 til 14 og hefur eigandi hússins, Róbert Wessmann, lánað húsið fyrir sýninguna. Sýningin á Neðra-Hálsi verður opin frá 2.-9. september kl. 12-18.

Á Hótel Holti er verk eftir Egil á meðal teikninga Kjarvals á barnum og er það aðgengilegt meðann barinn er opinn.