Pétur Jesú Örn Gunnarsson tónlistarmaður.
Pétur Jesú Örn Gunnarsson tónlistarmaður. — Morgunblaðið/Eggert
Hvar ert þú að spila um helgina? Ég er að spila á tónleikum sem heita Með blik í auga. Þetta eru tónleikar sem fólk í Reykjanesbæ stendur að og hefur gert í nokkur ár, frá því um 2010 held ég.

Hvar ert þú að spila um helgina?

Ég er að spila á tónleikum sem heita Með blik í auga. Þetta eru tónleikar sem fólk í Reykjanesbæ stendur að og hefur gert í nokkur ár, frá því um 2010 held ég. það er alltaf ákveðið þema í hvert skipti og í ár er þemað diskó.

Þetta er rosalega stór hópur sem kemur að þessu. Hann heitir Arnór B. Vilbergsson sem er tónlistarstjóri, svo eru blásarar, slagverksleikari, tveir gítarleikarar og svo erum við fjórir söngvarar og fleiri bakraddir.

Hvar eru tónleikarnir haldnir?

Þeir eru haldnir í Andrews Theatre, sem er á gamla Kanasvæðinu í Reykanesbæ. Þetta er alveg frábært hús og fábær tónleikastaður, langt á undan sínum tíma á Íslandi. Áður en það voru almennileg tónleikahús hér í Reykjavík var Andrews Theatre alveg tilbúið að spila í, 500 sæti og frábært sound.

Hverju má fólk búast við?

Við erum fjögur að syngja þetta, ég, Stefanía Svavars, Jóhanna Guðrún og Valdimar Guðmunds, og það má búast við miklu fjöri. Við vorum að tala um það, við Valdimar, að þetta er öfugt við venjulega tónleika þar sem er oft of mikið af rólegum lögum og maður þarf að taka nokkur stuðlög til að hressa áhorfendur, en það er eiginlega öfugt núna, það er svo mikið af stuðlögum að það þarf eiginlega að gefa fólki smá breik. Þetta verður stanslaus stuðkeyrsla af diskóbombum sem fólk þekkir vel.

Hvað tekur svo við hjá þér?

Ég er að fara að halda tónleika í Eldborg með hljómsveitinni minni, Dúndurfréttum, 7. september þar sem við ætlum að fagna 50 ára afmæli Led Zeppelin. Við ætlum að rokka inn í haustið af fullum krafti í Eldborgarsal Hörpu.