Daniel Ortega
Daniel Ortega
Ríkisstjórn Daniels Ortega, forseta Níkaragva, vísaði í gær sendinefnd Sameinuðu þjóðanna, sem ætlað var að fylgjast með mannréttindamálum í landinu, úr landi.

Ríkisstjórn Daniels Ortega, forseta Níkaragva, vísaði í gær sendinefnd Sameinuðu þjóðanna, sem ætlað var að fylgjast með mannréttindamálum í landinu, úr landi.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar var tekin í kjölfar þess að Sameinuðu þjóðirnar gagnrýndu ríkisstjórnina vegna þess hvernig hún hefði brotið á bak aftur mótmæli gegn sér með valdi. Meira en 300 manns hafa látist í kjölfar mótmæla í landinu á síðustu mánuðum.

Gagnrýndu Sameinuðu þjóðirnar einnig hvernig lögreglan hefði komið fram, en hún var sökuð um mannrán, fangelsanir án réttarheimilda og pyndingar. Ortega sagði á móti að SÞ væru „tæki hryðjuverka og lyga“.