Lási kokkur hafði yndi af því að dansa og sótti dansleiki af miklum móð. Eitt sinn fóru þeir Sæbjargarmenn á dansleik á Siglufirði.

Lási kokkur hafði yndi af því að dansa og sótti dansleiki af miklum móð. Eitt sinn fóru þeir Sæbjargarmenn á dansleik á Siglufirði. Ef dimmt var úti þurfti Lási iðulega á fylgd annarra að halda sökum þess hversu náttblindur hann var og þannig var einmitt ástatt að loknu ballinu á þessari vetrarnótt. Það kom venjulega í hlut fyrsta vélstjóra að vera stoð hans og stytta í þessum efnum og þegar þeir voru komnir skammt frá danshúsinu segir Lási:

„Helvítis vitleysa er það nú annars að fara um borð núna, Gaui minn. Bara að fá sér kerlingu.“

„Þetta er allt í lagi,“ segir fyrsti vélstjórinn. „Ég skal fylgja þér að dyrunum ef þú veist hvar hún býr.“

Í sama mund er kallað úr strákahópi hinum megin götunnar:

„Ætlarðu ekki að fá þér drátt, Lási?“

„Jú,“ svaraði Lási, „ég var nú einmitt að nefna það við hann Gauja minn.“