Fjölskyldan Friðrik, Sunna og börn stödd í Skrúði í Dýrafirði í sumar.
Fjölskyldan Friðrik, Sunna og börn stödd í Skrúði í Dýrafirði í sumar.
Friðrik Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri Kynnisferða, á 30 ára afmæli í dag. Hann hóf störf hjá Kynnisferðum árið 2011 og lauk BS-námi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 2013.

Friðrik Sigurbjörnsson, viðskiptastjóri Kynnisferða, á 30 ára afmæli í dag. Hann hóf störf hjá Kynnisferðum árið 2011 og lauk BS-námi í landfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. „Ég sé um samskipti við ferðaskrifstofur í Bretlandi og Bankaríkjunum og ferðast töluvert þangað til að kynna þeim Ísland og halda góðum viðskiptasamböndum.“

Friðrik er Hvergerðingur og hefur verið formaður bæjarráðs þar frá því í vor. Hann byrjaði sem varabæjarfulltrúi 2010 en var síðan bæjarfulltrúi tvö síðustu árin á síðasta kjörtímabili. Hann er einn af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem eru í meirihluta í Hveragerði.

„Það er allt fínt að frétta héðan, mikil upbygging er í gangi og ýmislegt áhuavert í farvatninu. Hugmyndir eru um að byggja nýtt hótel hér og við erum að klára deiliskipulag fyrir ný hverfi,“ en um 2.550 manns búa í Hveragerði.

Þegar ég er ekki á fundum í pólitíkinni eða vinnunni þá reyni ég að vera með fjölskyldunni og sinna börnunum eins mikið og ég get. Fjölskyldan á sumarbústað í Súðavík og við reynum að vera þar eins og við getum yfir sumartímann. Svo er ég að byrja aftur í blaki og ætla að reyna að stunda í vetur. .

Eiginkona Friðriks er Sunna Siggeirsdóttir ráðgjafi, börn þeirra eru Sigurbjörn 5 ára og Ragney Þóra 3 ára. „Konan mín verður í vinnunni í dag svo ætli ég geri ekki eitthvað með börnunum og svo fæ ég stórfjölskylduna í mat í kvöld.“