Páll Benediktsson var fréttamaður á RÚV í um tuttugu ár, en sneri sér að nýjum viðfangsefnum fyrir um áratug. Árið 2015 sendi hann frá sér bókina Loftklukkuna; æskuminningar úr Reykjavík.

Páll Benediktsson var fréttamaður á RÚV í um tuttugu ár, en sneri sér að nýjum viðfangsefnum fyrir um áratug. Árið 2015 sendi hann frá sér bókina Loftklukkuna; æskuminningar úr Reykjavík. Þar segist hann hafa komist upp á lagið með bókaskrif sem séu skemmtileg.

„Það er svo mikill hraði í fréttaskrifunum að þú ert varla búinn að snúa þér við áður en næsta verkefni tekur við og fréttin er horfin út í buskann. Ég líki þessu stundum við þegar ég var ungur í garðyrkju að ganga frá lóðum fyrir fólk, að verki loknu varstu búinn að breyta moldarflagi í fallegan garð og sást árangurinn. Ég held að ég hafi sem fæst orð um nýju Kópsbókina sem er allt öðruvísi en Loftklukkan. En Kópur er býsna skemmtilegur félagi og ef til vill eigum við eftir að bralla meira saman.“