Aflaskip Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið í flota Samherja frá 2000.
Aflaskip Vilhelm Þorsteinsson EA hefur verið í flota Samherja frá 2000.
Samherji seldi aflaskipið mikla Vilhelm Þorsteinsson EA 11 úr landi í ágústmánuði. Verður skipið afhent kaupendum í Rússlandi um næstu áramót.

Samherji seldi aflaskipið mikla Vilhelm Þorsteinsson EA 11 úr landi í ágústmánuði. Verður skipið afhent kaupendum í Rússlandi um næstu áramót.

„Hann er búinn að þjóna okkur í átján ár og okkur fannst vera kominn tími á hann,“ segir Þorsteinn og bætir við að um sé að ræða áframhaldandi endurnýjun flota félagsins á Íslandi.

Skipið hefur verið eitt aflamesta skipið í íslenska uppsjávarflotanum frá aldamótum og var til að mynda það aflahæsta fiskveiðiárin 2007/2008, 2012/2013 og 2014/2015.

Samið hefur verið um smíði á nýju uppsjávarskipi að sögn Þorsteins en þó með ýmsum fyrirvörum. Bendir hann á að ekki verði um frystiskip að ræða.

„Við erum búin að skrifa undir við danska skipasmíðastöð en það eru nokkrir fyrirvarar á því samkomulagi,“ segir Þorsteinn.