Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður 21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, er kominn í dönsku úrvalsdeildina en nýliðar Vendsyssel frá Hjörring hafa fengið hann lánaðan frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham út þetta tímabil.

Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður 21-árs landsliðs Íslands í knattspyrnu, er kominn í dönsku úrvalsdeildina en nýliðar Vendsyssel frá Hjörring hafa fengið hann lánaðan frá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham út þetta tímabil.

Jón Dagur er 19 ára gamall sóknartengiliður sem Fulham keypti af HK sumarið 2015 en hann hafði þá leikið fyrst 15 ára með Kópavogsliðinu í 1. deild. Hann hefur átt góðu gengi að fagna með U23 ára liði Fulham en eftir að félagið vann sér sæti í úrvalsdeildinni í vor keypti það 12 nýja leikmenn og hefur því lánað marga af yngri mönnum sínum.

Vendsyssel komst óvænt upp í dönsku úrvalsdeildina í vor, í fyrsta skipti, og var þá með liðsfélags Jóns úr 21-árs landsliðinu, Mikael Anderson, í stóru hlutverki. Liðið er með 7 stig eftir 7 leiki í 11. sæti af 14 liðum. vs@mbl.is