Úlfarsárdalur Mikil uppbygging hefur verið í hverfinu á allra síðustu árum.
Úlfarsárdalur Mikil uppbygging hefur verið í hverfinu á allra síðustu árum.
Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu byggingarrétt á alls 42 lóðum í Úlfarsárdal. Um er að ræða 19 einbýlishúsalóðir við Gerðarbrunn, Friggjarbrunn, Sifjarbrunn og Urðarbrunn. Fimm tvíbýlishúsalóðir við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn.

Reykjavíkurborg hefur auglýst til sölu byggingarrétt á alls 42 lóðum í Úlfarsárdal.

Um er að ræða 19 einbýlishúsalóðir við Gerðarbrunn, Friggjarbrunn, Sifjarbrunn og Urðarbrunn. Fimm tvíbýlishúsalóðir við Gefjunarbrunn og Iðunnarbrunn. 10 raðhúsalóðir við Silfratjörn og Jarpstjörn. Og loks átta fjölbýlishúsalóðir við Skyggnisbraut, Rökkvatjörn, Gæfutjörn og Jarpstjörn.

Skilafrestur tilboða rennur út kl. 12.00 miðvikudaginn 19. september n.k. Tilboð verða opnuð í heyranda hljóði í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur sama dag. Hæstbjóðandi eða umbjóðandi hans verður að vera á staðnum og staðfesta tilboð sitt og ganga frá tilboðstryggingu að upphæð 100.000 krónur.

Fyrr á árinu voru auglýstar lóðir í Úlfarsárdal. Tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal voru opnuð 8. maí að viðstöddum bjóðendum, sem staðfestu eða féllu frá boði sínu. Boð bárust í byggingarrétt á öllum lóðum nema 5.

Á útboðsfundinum staðfestu bjóðendur tilboð í byggingarrétt fyrir 177 íbúðir af þeim 255 íbúðum sem boðnar voru eða tæp 70%. Heildarupphæð staðfestra tilboða var 755 milljónir króna fyrir utan gatnagerðargjöld sem áætluð eru um 300 milljónir. Ekki voru staðfest tilboð í byggingarrétt í Úlfarsárdal fyrir 78 íbúðir og munaði þar mest um 46 íbúðir í fjölbýli. sisi@mbl.is