Kirkjur Hjarðarholtskirkja í Dölum.
Kirkjur Hjarðarholtskirkja í Dölum. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
ORÐ DAGSINS: Tíu líkþráir.
AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir.

ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11, sr. Þór Hauksson þjónar og prédikar. Krisztina K. Szklenár er organisti. Kirkjukórinn leiðir söng. Upphaf sunnudagaskólans, Anna Sigga og Erla Mist sjá um stundina. Kaffi og samfélag á eftir.

ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sunnudagaskólinn byrjar á ný eftir sumarleyfi í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Benjamíns Hrafns Böðvarssonar guðfræðinema. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Fermingarbörn komandi vors og foreldrar þeirra sérstaklega boðuð til messunnar og til kynningarfundar um fermingarstarf vetrarins.

Safnaðarfélag Áskirkju selur vöfflur í Ási eftir messu. Verð kr. 500.

BESSASTAÐAKIRKJA | Fyrsta fjölskylduguðsþjónusta haustsins kl. 11. Þar verður nýtt efni kynnt og sr. Hans Guðberg og Sigrún Ósk leiða stundina. Ástvaldur organisti leiðir sönginn ásamt Lærisveinum hans.

BORGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. Sr. Jón Ásgeir Sigurjónsson þjónar fyrir altari.

BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Upphaf sunnudagaskólans og barnastarfsins. Steinunn Þorbergsdóttir, sr. Magnús Björn Björnsson og Örn Magnússon organisti sjá um stundina. Barn verður borið til skírnar og vetrarstarfið kynnt.

Fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra kl. 12.30. Fundur um fermingarstörfin á ensku kl. 13.30.

Ensk lofgjörðar og bænastund kl. 14. Prestur er Toshiki Toma.

BÚSTAÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Bústaðakirkju syngur undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Prestur er Pálmi Matthíasson. Heitt á könnunni eftir messu.

DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Fjölskyldumessa. Sr. Bára Friðriksdóttir og Helga Kolbeinsdóttir æskulýðsfulltrúi leiða stundina. Pylsur og hoppukastali.

DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.

DÓMKIRKJAN | Æskulýðsmessa kl. 11. Séra Sveinn Valgeirsson og sr. Elínborg Sturludóttir leiða stundina. Sunnudagaskólinn byrjar, fundur með fermingarbörnum og foreldrum þeirra eftir messuna. Minnum á bílastæðin við Alþingi.

EGILSSTAÐAKIRKJA | Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Organisti er Torvald Gjerde, almennur söngur. Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir prédikar. Þeir unglingar á Héraði sem vilja fermast í þjóðkirkjunni næsta vor eru hvattir til þátttöku ásamt forráðamönnum og stuttur fundur verður með þeim eftir messu.

FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldumessa kl. 11, sunnudagaskólinn fer aftur af stað eftir sumarfrí. Pétur og félagar mæta. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir.

Heitt kaffi á könnunni eftir stundina og djús fyrir krakkana. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir.

FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Kvöldmessa kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn.

FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Tónlist, kertaljós og íhugun. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina ásamt Gunnari Gunnarssyni organista flytja okkur ljúfa tónlist. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhannssonar.

ATH. engin guðsþjónusta verður kl. 14 þennan dag.

GLERÁRKIRKJA | Guðþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í guðþjónustu. Sr. Stefanía G. Steinsdóttir þjónar. Kór Glerárkirkju leiðir söng undir stjórn Valmars Väljaots. Umsjón með sunnudagaskóla hefur Sunna Kristrún djákni.

GRAFARVOGSKIRKJA | Prjónamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar og prjónaklúbbskonur sjá um ritningarlestra og bænagjörð ásamt því að sýna handverk sitt. Barn verður borið til skírnar. Prjónarar eru sérstaklega hvattir til að mæta með prjónana eða aðra handavinnu og á meðan guðsþjónustunni stendur er boðið upp á kaffi og meðlæti. Organisti er Hákon Leifsson og kór Grafarvogskirkju leiðir söng.

GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Jón Ragnarsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar í kirkjukór Grensáskirkju leiða söng, organisti er Ásta Haraldsdóttir. Kaffisopi fyrir og eftir messu.

GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir. Hvetjum fermingarbörn og foreldra þeirra að koma í messuna. Kaffisopi í boði eftir messuna.

HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Sr. Stefán Már Gunnlaugsson messar. Organisti er Þorvaldur Örn Davíðsson. Hugi Jónsson syngur. Sunnudagskólinn hefst í kirkjunni en síðan fara börnin inn í safnaðarheimilið með Bylgju og öðrum leiðtogum barnastarfsins. Hressing eftir stundina.

HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Irmu Sjöfn Óskarsdóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Norrænar Maríusystur og félagar úr Maríustúkunni taka þátt í messunni. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barnastarfs Inga Harðardóttir. Fyrirbænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8.

HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. Organisti er Guðný Einarsdóttir.

HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjónusta kl. 13. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Almennur söngur. Vandamenn og vinir heimilisfólks velkomnir og aðstoð þeirra vel þegin við flutning fólks milli hæða.

HRUNAKIRKJA | Uppskerumessa laugardaginn 1. sept. kl. 11. Samvera fyrir alla fjölskylduna. Leikir, grill, kaffi og djús eftir messu.

HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Translation into English. Samkoma á spænsku kl. 13. Reuniónes en español. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service.

ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sunnudag kl. 13. Barnakirkja, fyrsta stund vetrarins. Fjölbreytt barnastarf og almenn samkoma með lofgjörð. Ólafur H. Knútsson prédikar og sér um heilaga kvöldmáltíð. Eftir stundina verður boðið upp á kaffi og gott samfélag. Einnig verða pítsusneiðar í boði á vægu verði.

KEFLAVÍKURKIRKJA | Keflavíkurkirkja opnar kirkjudyr að lokinni flugeldasýningu á Ljósanótt. Hátíðargestum er boðið til kirkju í gospelmessu kl. 23. Gospelkór Jóns Vídalíns syngur undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur Vídalínskirkju, leiðir messuna.

KÓPAVOGSKIRKJA | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson þjónar ásamt sunnudagaskólakennurum. Skólakór Kársness syngur undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur. Upphaf vetrarstarfs sunnudagaskólans.

LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Jóhanna Gísladóttir leiðir stundina ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista, Söru Grímsdóttur kórstýru, Hafdísi Davíðsdóttur æskulýðsfulltrúa og messuþjónum. Upphaf barna- og kórastarfs á nýju misseri. Kórabörn og fjölskyldur þeirra verða boðin sérstaklega velkomin. Kaffi og meðlæti í safnaðarheimili eftir stundina.

LAUGARNESKIRKJA | Messa og fyrsta sunnudagaskóli vetrarins kl. 11. Félagar úr kór Laugarneskirkju leiða sálmasöng undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista og sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar. Sunnudagaskólinn er í umsjón Hjalta Jóns, Emmu og Gísla. Kaffi í safnaðarheimili Laugarneskirkju á eftir.

LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Ragnheiður Jónsdóttir. Kór Lágafellssóknar syngur og leiðir söng. Organisti er Þórður Sigurðarson. Sunnudagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Berglind Hönnudóttir æskulýðsleiðtogi.

sjá: www.lagafellskirkja.is

LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11 og aldrei að vita nema Rebbi kíki á svæðið. Kvöldguðsþjónusta kl. 20 þar sem kór Lindakirkju mun leiða söng undir stjórn Óskars Einarssonar. Sr. Dís Gylfadóttir þjónar.

NESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Skúli S. Ólafsson. Háskólakórinn syngur undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem einnig leikur undir söng. Messunni verður útvarpað á Rás 1.

Sunnudagaskólinn hefst kl. 11 inni í kirkju og færist svo í safnaðarheimilið. Umsjón hafa Jónína Ólafsdóttir og Katrín Helga Ágústsdóttir ásamt Ara Agnarssyni undirleikara. Samfélag á kirkjutorgi og hressing eftir helgihaldið.

Páll Jakob Líndal ræðir við Daníel Reuter kl. 12.30 um sýninguna The Map of Things sem er á kirkjutorginu.

SALT kristið samfélag | Sameiginlegar samkomur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Efni: Er heimska að trúa? Ræðumaður Helgi Guðnason, prestur í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. Barnastarf. Túlkað á ensku.

SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Axel Á Njarðvík. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Sjá nánar á www.selfosskirkja.is

SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Tómas leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða söng. Organisti er Tómas Guðni Eggertsson.

SELTJARNARNESKIRKJA | Sunnudagaskóli og guðsþjónusta kl. 11. Græn guðsþjónusta í tilefni af bæjarhátíðinni á Nesinu. Bjarni Þór Bjarnason sóknarprestur þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Sigurður Óskar Óskarsson æskulýðsfulltrúi ásamt leiðtogum sér um sunnudagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar og samfélag eftir athöfn í Safnaðarheimilinu. Í dag, laugardag, verður létt stund í Albertsbúð kl. 14.30. Organistinn mætir með harmónikkuna.

SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Egill Hallgrímsson sóknarprestur annast prestsþjónustuna.

STAÐARKIRKJA Hrútafirði | Kirkjudagur með messu kl. 14. Undirleik annast Karl Örvarsson. Á eftir býður staðarfólk í gamla bæinn og við njótum veitinga, sem öllum er heimilt að leggja á borð með sér. Prestur er Guðni Þór Ólafsson.

STAFHOLTSKIRKJA | Séra Elínborg Sturludóttir kveður söfnuðina í Stafholtsprestakalli með kveðjumessu 2. september kl. 14. Að messu lokinni verður kaffisamsæti á prestssetrinu.

STÓRUBORGARKIRKJA Grímsnesi | Bæna- og kyrrðarstund kl. 20.30. Egill Hallgrímsson sóknarprestur leiðir stundina.

VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem markar upphaf sunnudagaskólans. Barnakór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur og Davíð Sigurgeirssonar. Tekið verður á móti styrk frá minningarsjóði Jennýjar Lilju. Nýtt youtube-myndband með barnakórnum frumsýnt.

VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Prestur er Bragi J. Ingibergsson. Kaffihressing á eftir.

(Kæyj, 17)

(Kæyj, 17)