5 dl nýmjólk 1 og ½ dl rjómi 1 stór appelsína 175 g dökkt súkkulaði (40-60%) örlítið salt þeyttur rjómi Afhýðið appelsínuna með grænmetisskera, þannig að hýðið sé í mjóum strimlum.
5 dl nýmjólk

1 og ½ dl rjómi

1 stór appelsína

175 g dökkt súkkulaði (40-60%)

örlítið salt

þeyttur rjómi

Afhýðið appelsínuna með grænmetisskera, þannig að hýðið sé í mjóum strimlum. Setjið appelsínuhýðið í pott með mjólk og rjómanum og hitið upp að suðu en um leið og suða myndast má taka blönduna af hellunni og setja lok á pottinn og látið blönduna standa þannig í a.m.k. hálftíma. Síið appelsínuhíðið frá blöndunni og bætið súkkulaðinu og örlitlu salti saman við. Setjið blönduna aftur á heita hellu og hrærið í henni stöðugt meðan hún hitnar, alveg þar til súkkulaðið hefur bráðnað. Athugið að bæta má við mjólk ef þið viljið þynnri blöndu.

Berið fram með þeyttum rjóma og rifnu súkkulaði.