— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Það er eins og sumum finnist það gáfumerki að agnúast út í þjóðsönginn, eins og hann hafi gert þjóðinni eitthvað illt. Sr. Matthías var innblásið skáld og þessi lofsöngur er bæði hátíðlegur og upphafinn og hreyfir við fólki í gleði og sorg.

Það er eins og sumum finnist það gáfumerki að agnúast út í þjóðsönginn, eins og hann hafi gert þjóðinni eitthvað illt.

Sr. Matthías var innblásið skáld og þessi lofsöngur er bæði hátíðlegur og upphafinn og hreyfir við fólki í gleði og sorg.

Hvað er hægt að biðja um meira? Að lagið sé erfitt gerir ekkert til. Við höfum góða kóra til að flytja hann af kunnáttu og list.

Áheyrendur geta svo tekið undir ef þeir passa sig á að hafa ekki of hátt.

Þjóðsöngvar nágrannalanda okkar eru ekki allir stórbrotnir, mest land- og náttúrulýsingar og lofgjörðir til „besta lands í heimi“, en lögin svona allt í lagi.

Okkar lag er stórbrotið og voldugt, en það er þjóðsöngur Rússlands líka, sem ég hlustaði dolfallinn á kl. 12 á miðnætti, þær nætur sem ég dvaldi á Hótel National í Moskvu 1965, en þá voru reyndar Sovétríkin enn við lýði, en þeir voru ekkert að skipta um lag þegar þeir hoppuðu yfir í gamla Rússland. Tryggari en þeir Íslendingar sem henda vilja þjóðsöngnum fyrir eitthvað annað.

Sunnlendingur.