Hafrannsóknarskip Bjarni Sæmundsson hefur skilað sínu og vel það, en hann kom til landsins árið 1970. í gær.
Hafrannsóknarskip Bjarni Sæmundsson hefur skilað sínu og vel það, en hann kom til landsins árið 1970. í gær. — Morgunblaðið/Styrmir Kári
Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí síðastliðinn var samþykkt að ríkið léti 3,5 milljarða króna renna til hönnunar og smíði nýs hafrannsóknaskips.

Á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum 18. júlí síðastliðinn var samþykkt að ríkið léti 3,5 milljarða króna renna til hönnunar og smíði nýs hafrannsóknaskips. Nýja skipið kemur í stað rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar RE-30, sem smíðað var árið 1970 og þykir komið mjög til ára sinna.

Hafrannsóknastofnun mun halda áfram að nota Árna Friðriksson RE-200, sem er mun yngra skip, smíðað árið 2000. Sigurður segir það mikinn létti að þetta mál sé komið í höfn.

„Við erum mjög glöð yfir þessu. Við vorum búin að ráðast í frumþarfagreiningu hérna innanhúss, þar sem við útbjuggum lista yfir þau verkefni sem skipið þarf að geta sinnt og hvaða eiginleikum það þarf að vera búið. Næsta skref í ferlinu er smíðanefnd sem ráðherra hefur í hyggju að setja á laggirnar, og við munum vinna með henni að því að fá skip hannað og síðar meir boðið út til smíða,“ segir Sigurður.

Vonast er til þess að skipið nýja komi til landsins árið 2021, eða eftir um það bil þrjú ár að hans sögn.

„Þá verður Bjarni orðinn rúmlega fimmtugur, hann kom árið 1970. Það verður að teljast bærileg ending. Hann er enda búinn að þjóna okkur vel.“