Vinkonur Soffía Berndsen og Anna Katarina Thoroddsen takast í hendur við upphaf skákar þeirra á EM ungmenna Riga.
Vinkonur Soffía Berndsen og Anna Katarina Thoroddsen takast í hendur við upphaf skákar þeirra á EM ungmenna Riga. — Morgunblaðið/
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Dagana 11. 14. september nk. mun Garrí Kasparov tefla sýningareinvígi við Venselin Topalov í St. Louis í Bandaríkjunum. Keppnisformið er Fischer random, einnig nefnt Skák 960.

Dagana 11. 14. september nk. mun Garrí Kasparov tefla sýningareinvígi við Venselin Topalov í St. Louis í Bandaríkjunum. Keppnisformið er Fischer random, einnig nefnt Skák 960. Búlgarinn var andstæðingurinn í síðustu opinberu kappskák Kasparovs, sem tefld var í Linares á Spáni snemma árs 2005. Kasparov tapaði og fyrir vikið urðu þeir efstir og jafnir í mótinu. Talið er líklegt að Garrí vilji gera upp þann gamla reikning!

Kasparov hefur ekki áður teflt „Fischer-random“ opinberlega en fór vinsamlegum orðum um þetta afbrigði skákarinnar í viðtali fyrir fjórtán árum. Bobby Fischer var hissa á þeim ummælum í viðtali við Pál Magnússon á Stöð 2 stuttu síðar, þá staddur í japanskri dýflissu, en þegar hann var hann upplýstur um að Kasparov hefði lagt til að ein upphafsstaða af 960 mögulegum yrði valin fyrir tiltekið tímabil staðhæfði hann að Kasparov vildi eyðileggja keppnisformið!

Kasparov hefur ekki gert neinar slíkar kröfur. Í öðrum einvígum teflir Nakamura við Svidler, So við Giri, Nakamura við Svidler, Shankland við Vachier-Lagrave og Aronjan við Dominguez. Tefldar verða sex at-skákir, 25 10 og 14 hraðskákir, 5 3 – Bronstein.

Maraþonskákir heimsmeistarans í St. Louis. Þrír efstir

Magnús Carlsen vann Nakamura í lokaumferð stórmótsins í St. Louis í 97 leikjum. Hinn sigur hans tók 88 leiki! Hann komst upp við hlið Fabiano Caruana og Levon Aronjan. Þeir hlutu allir 5 ½ vinning af níu mögulegum.

Armeninn Aronjan virðist hafa náð að rífa sig upp úr nokkurri lægð og vann fallegan sigur í síðustu umferð:

Levon Aronjan – Alexander Grischuk

Drottningarpeðs-byrjun

1. d4 Rf6 2. Rf3 d6 3. g3 Rbd7 4.Bg2 e5 5. c4 c6 6. Rc3 e4

Þetta er einhverskonar bræðingur úr nokkrum byrjunum.

7. Rh4 d5 8. O-O Bb4 9. cxd5 cxd5 10. f3 Bxc3 11. bxc3 O-O 12.Ba3 He8 13. Rf5 Rb6 14. Rd6 Rc4!? 15. Rxc4?

Einkennileg ráðstöfun því að hvítur gat hirt hrókinn á e8. Eftir 16. Rxe8 Dxe8 17. Bc1 hefur svartur vissulega einhverjar bætur en varla nægar.

15. ... dxc4 16. fxe4 Rxe4 17. Dc2 Dd5

18. Hxf7!?

Vogun vinnur, vogun tapar.

18. ... Kxf7 19. Hf1+ Bf5

Alls ekki 19. ... Kg8 vegna 20. Bxe4 og eftir uppskipti á e4 kemur mát á f8.

20. g4 g6 21. Dc1 Kg7 22. gxf5 gxf5 23.Bxe4 fxe4 24. Df4 h6 25. Dc7 Kh8?

25. ... Kg6! var best.

26.Bd6 Hg8 27. Kf2 Hg6 28. Be5 Kg8 29. Ke3 Hd8?

Tapleikurinn. Svartur getur haldið jafnvægi með 29. ...He8.

30. De7 b5

31. h4!

Kóngsstaða hvíts er furðu trygg á e3 og framrás h-peðsins gerir út um taflið.

31. ... a5 32. h5 Hg5 33. Hf6! Hxe5 34. Hg6+

– og Grischuk gafst upp.

Bættu flest ætlaðan árangur

Vignir Vatnar Stefánsson náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í 16 ára flokknum á EM ungmenna sem lauk í Riga sl. þriðjudag. Vignir hlaut 5 ½ vinning af níu mögulegum og hafnaði í 21. sæti af 113 keppendum og hækkaði um 10 elo-stig. Arnar Milutin tefldi í fyrsta sinn á þessu móti, hlaut 3 vinninga einnig í 16 ára flokknum. Gunnar Erik Guðmundsson sem var á fyrra ári í flokki keppenda 12 ára og yngri hlaut 4 ½ vinning af níu mögulegum og hækkaði hann um 47 elo-stig. Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen tefldu í flokki stúlkna 10 ára og yngri, Anna hlaut 3 ½ vinning af níu og Soffía 3 vinninga.

Helgi Ólafsson (helol@simnet.is)