Stærsti stuðarinn Öryggi starfsmanna Vegagerðarinnar og vegfarenda hefur aukist til muna eftir að þessi öfluga varnarbifreið var tekin í notkun.
Stærsti stuðarinn Öryggi starfsmanna Vegagerðarinnar og vegfarenda hefur aukist til muna eftir að þessi öfluga varnarbifreið var tekin í notkun. — Ljósmynd/Linda Björk Árnadóttir
Þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði tók í sumar í notkun öryggispúðabíl sem kallaður hefur verið stærsti stuðari á Íslandi.

Þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði tók í sumar í notkun öryggispúðabíl sem kallaður hefur verið stærsti stuðari á Íslandi.

Bíllinn hefur verið notaður við stórframkvæmdir í sumar, til dæmis á Hellisheiði, þar sem umfangsmiklar malbikunarframkvæmdir hafa staðið yfir.

„Það hefur ekki verið keyrt á bílinn og við vonum að sjálfsögðu að svo verði ekki,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.

Að sögn G. Péturs finna starfsmenn sem eru að vinna út á vegunum mikinn mun að hafa bílinn til varnar. „Bæði það að það fylgir því öryggistilfinning að hafa púðann til varnar og svo líka það að vera með þessi sterku, skæru og stóru ljós og ljósaör sem er aftan á bílnum, sem vísar vegfarendum til hliðar.“

Ljósin virka þannig að umferðin hægir meira á sér þegar þessi bíll er úti heldur en að það séu bara vinnusvæðamerki út í vegkanti.

Bílinn er gerður fyrir vegi þar sem hámarkshraði er 90 km og svo er Vegagerðin með tvo aðra púðabíla sem eru fyrir minni hraða, eða 60 km. Þeir eru einnig notaðir á fáfarnari vegum. sisi@mbl.is