3 msk. jómfrúarólífuolía 4 hvítlauksrif, fínt skorin 2 dósir af heilum tómötum 2 tsk. oregano 1 tsk. salt ½ tsk. pipar ¼ tsk.
3 msk. jómfrúarólífuolía

4 hvítlauksrif, fínt skorin

2 dósir af heilum tómötum

2 tsk. oregano

1 tsk. salt

½ tsk. pipar

¼ tsk. cayanne-pipar

250 g sveppir, gróft sneiddir

400 g chorizo-pylsa, skorin í bita

1 rúlla mozzarella-ostur (500 g)

200 g ricotta-ostur

1 stk. villisveppa- eða hvítlauksostur

1 egg

200 lasagna-plötur eða meira ef þarf

3 msk. fersk basilíka

Hitið ofninn í 190°C. Mýkið hvítlauk í 1 msk. af olíu á pönnu við vægan hita. Skerið tómatana gróft niður og bætið saman við ásamt safanum af tómötunum og kryddið.

Hitið upp að suðu og látið sósuna malla við vægan hita í um 15-25 mínútur, eða þar til sósan hefur þykknað. Skiljið um 200 ml af sósunni eftir á pönnunni en takið afganginn til hliðar.

Meðan sósan þykknar skal hita 2 msk. af ólífuolíu á annarri pönnu og steikja sveppina þar við vægan hita, í um 5-7 mínútur. Blandið þá pylsunni saman við og látið þetta malla saman í um 7 mínútur. Blandið þá sósunni saman við. Takið ¼ af mozarellarúllunni og sneiðið í þunnar sneiðar. Afganginn skal rífa í rifjárni. Blandið saman rifna mozarella-ostinum, ricotta-ostinum og egginu.

Takið fram lasagnaform, setjið 2/3 bolla af sósublöndunni í botninn, þar næst lasagnaplötur, ricotta-blöndu, svo pylsublönduna. Endurtakið þetta 2-3 sinnum, eftir því hvað formið er stórt og setjið eitt lag af þunnt skornum hvítlauks- eða villisveppaosti einhvers staðar inn á milli þessara laga.

Setjið álpappír yfir formið og bakið í 40-45 mínútur. Fjarlægið þá álpappírinn, raðið mozzarella-sneiðunum ofan á og bakið þar til osturinn er bráðinn, í 10-15 mínútur. Látið standa aðeins áður en rétturinn er borinn fram og stráið ferskri basilíku yfir.