Verðmæti Stór og fallegur lax bíður pökkunar og flutnings á erlendan markað. Sendingin mun metta fjölda fólks.
Verðmæti Stór og fallegur lax bíður pökkunar og flutnings á erlendan markað. Sendingin mun metta fjölda fólks. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Búlandstindur á Djúpavogi, sem slátrar og pakkar laxinum fyrir Fiskeldi Austfjarða, tók í byrjun sumars í notkun nýtt kerfi, svokallað ofurkælikerfi, við slátrun á laxi.

Búlandstindur á Djúpavogi, sem slátrar og pakkar laxinum fyrir Fiskeldi Austfjarða, tók í byrjun sumars í notkun nýtt kerfi, svokallað ofurkælikerfi, við slátrun á laxi.

Kerfið er hannað af Skaganum 3X og afkastar allt að 13 tonnum á sólarhring, en ekki þarf að setja nema lítið magn af ís í kassana til kælingar við útflutning, sem sparar flutningskostnað auk þess sem umbúðirnar nýtast betur. Ekki síst mikilvæg er sú staðreynd að ofurkælingin lengir geymsluþol fisksins, enda Ísland lengra frá mörkuðum en helstu samkeppnislönd.