— Morgunblaðið/Eggert
Hlemmur mathöll, Reykjavíkurborg og Strætó BS tóku í gær höndum saman til að halda upp á 40 ára afmæli Hlemms. Gamaldags strætisvögnum var lagt við Mathöllina og vagnstjórinn klæddist gömlum einkennisbúningi SVR þegar vagninum var ekið á staðinn.
Hlemmur mathöll, Reykjavíkurborg og Strætó BS tóku í gær höndum saman til að halda upp á 40 ára afmæli Hlemms. Gamaldags strætisvögnum var lagt við Mathöllina og vagnstjórinn klæddist gömlum einkennisbúningi SVR þegar vagninum var ekið á staðinn. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti ávarp og Unnur María Bergsveinsdóttir sagnfræðingur fór með erindi um sögu svæðisins.