15 g ósaltað smjör 2 msk. jómfrúarolía 3-4 meðalstórir laukar, þunnt sneiddir 6 skalottlaukar salt og pipar 3-4 greinar ferskar timjangreinar 1 grein ferskt rósmarín 2 msk. hveiti 1 lítri nautakraftur 200 ml vatn 2 dl hvítvín 2 tsk.
15 g ósaltað smjör

2 msk. jómfrúarolía

3-4 meðalstórir laukar, þunnt sneiddir

6 skalottlaukar

salt og pipar

3-4 greinar ferskar timjangreinar

1 grein ferskt rósmarín

2 msk. hveiti

1 lítri nautakraftur

200 ml vatn

2 dl hvítvín

2 tsk. worchester-sósa

½ snittubrauð, skorið í átta sneiðar, ristað

100 g rifinn gratínostur

1 msk. graslaukur, fínt skorinn

Hitið smjörið og olíuna í stórum potti við miðlungshita setjið lauk og skalottlauk út í. Saltið og piprið. Setjið lok á pottinn og látið malla áfram þar til laukurinn er byrjaður að brúnast án þess að hræra í. Það tekur 10-15 mínútur. Takið lokið af og hrærið í blöndunni stöðugt þar til laukurinn er orðinn vel karamellaður. Ef laukurinn byrjar að festast við eða brenna skulið þið bæta örlitlu vatni saman við. Stráið hveitinu yfir laukinn og hrærið vel í 2-3 mín.

Hrærið nautasoðinu saman við og að auki 200 ml af vatni og hvítvínið. Setjið ferska kryddið saman við. Minnkið hitann og látið malla í 25 mínútur. Hrærið þá worchester-sósunni saman við og fjarlægið pottinn af hellunni. Smakkið til með salti og pipar.

Meðan súpan er útbúin má setja snittubrauðið á bökunarpappír, strá ostinum yfir og hita í ofni við 180°C þar til osturinn er gylltur.

Brauðið má svo kólna aðeins og þegar súpan er borin fram er 1-2 sneiðar settar ofan í súpudiskana.