Listamennirnir Auður Ómarsdóttir og Páll Haukur Björnsson.
Listamennirnir Auður Ómarsdóttir og Páll Haukur Björnsson.
Tvær sýningar verða opnaðar í dag kl. 17 í Kling & Bang í Marshall-húsinu, annars vegar sýning Auðar Ómarsdóttur, Stöngin-inn , og hins vegar sýning Páls Hauks Björnssonar, Dauði hlutarins.
Tvær sýningar verða opnaðar í dag kl. 17 í Kling & Bang í Marshall-húsinu, annars vegar sýning Auðar Ómarsdóttur, Stöngin-inn , og hins vegar sýning Páls Hauks Björnssonar, Dauði hlutarins. Á sýningu sinni steypir Páll Haukur saman naumhyggjulegum skúlptúrum við maximalíska umhverfishönnun „þar sem hið lögbundna mætir hinu óstjórnlega með ófyrirséðum fagurfræðilegum afleiðingum,“ eins og segir í tilkynningu. Um verk Auðar segir að í þeim megi sjá vísanir í íþróttamenningu, tákn úr listasögunni, popptónlist í bland við persónulegar upplifanir. „Þú tekur ákvörðun, skýtur og til verður röð afleiðinga sem gera þig annaðhvort að hetju eða skúrk,“ segir um verkin.