Stjórnandi Tricia Tuttle er listrænn stjórnandi BFI London Film Festival.
Stjórnandi Tricia Tuttle er listrænn stjórnandi BFI London Film Festival.
Skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar BFI London Film Festival hafa tilkynnt að 38% kvikmyndanna sem eru á dagskrá hátíðarinnar sé leikstýrt af konum. Skipuleggjendur segja að þeir séu því að taka skref í rétta átt þegar kemur að jafnrétti kynjanna.

Skipuleggjendur kvikmyndahátíðarinnar BFI London Film Festival hafa tilkynnt að 38% kvikmyndanna sem eru á dagskrá hátíðarinnar sé leikstýrt af konum. Skipuleggjendur segja að þeir séu því að taka skref í rétta átt þegar kemur að jafnrétti kynjanna. The Guardian greinir frá þessu.

Tricia Tuttle, listrænn stjórnandi hátíðarinnar, segir það vera forgangsatriði að karlkyns og kvenkyns leikstjórar séu jafn margir en að kynjakvótar hafi ekki verið notaðir við val á efni. „Þrátt fyrir að við viljum öll færast nær jafnrétti viljum við ekki setja kynjakvóta. Við erum að reyna að þjóna áhorfendum og dagskránni en það er alltaf númer eitt,“ segir Tuttle, sem bendir á að það hafi ekki verið erfiðara að finna kvikmyndir sem konur hafi leikstýrt.

Í fyrra voru kvikmyndir sem konur leikstýrðu 24% þeirra mynda sem sýndar voru á hátíðinni.

Í ár var engin kona tilnefnd til hinna virtu BAFTA-sjónvarpsverðlauna sem besti leikstjóri. Einungis fimm kvenleikstjórar hafa verið tilnefndir til Óskarsins.