Straumur Fyrstu smalamennskur eru afstaðnar og réttað verður á nokkrum stöðum í dag. Réttadagurinn er einn helsti hátíðisdagur sveitanna.
Straumur Fyrstu smalamennskur eru afstaðnar og réttað verður á nokkrum stöðum í dag. Réttadagurinn er einn helsti hátíðisdagur sveitanna. — Morgunblaðið/Eggert
Fyrstu fjárréttir haustsins verða í dag. Fjöldi smærri rétta er um helgina en einnig þekktar réttir eins og Hlíðarrétt og Baldursheimsrétt í Mývatnssveit sem báðar verða á morgun, sunnudag. Aðalréttahelgin verður þó eftir viku.

Fyrstu fjárréttir haustsins verða í dag. Fjöldi smærri rétta er um helgina en einnig þekktar réttir eins og Hlíðarrétt og Baldursheimsrétt í Mývatnssveit sem báðar verða á morgun, sunnudag.

Aðalréttahelgin verður þó eftir viku. Þannig verður réttað víða á Vestur- og Norðurlandi dagana 8. og 9. september, eins og sést á réttalista sem birtur er á vef Bændablaðsins, bbl.is.

Tungnaréttir í Árnessýslu verða 8. september en Hrunaréttir, Reykjaréttir og Skaftholtsréttir viku síðar; föstudaginn 14. og laugardaginn 15. september.

Helstu réttirnar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins verða 15. og 16. september.

Flestar stóðréttir eru undir lok september eða í byrjun október. Sú þekktasta, Laufskálarétt í Hjaltadal í Skagafirði, verður laugardaginn 29. september með tilheyrandi sýningum og skemmtunum í héraði.

Ekki rekið of hratt

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem bændur eru beðnir að huga að velferð dýranna þegar farið er í smalamennskur á afréttum og sundurdrátt í réttum. Nefnt er að þannig skuli standa að smölun að féð hlaupi sig ekki uppgefið. Einkum þurfi að huga að því þegar notuð eru vélknúin farartæki sem aldrei þreytast og eru hraðskreiðari en hestar og kindur.

Sérstaklega er vakin athygli á þeim mikla atgangi sem stundum verður þegar kindurnar eru reknar inn í almenning í réttum og þær dregnar í dilka. Mikilvægt sé að fullorðna fólkið sé þeim yngri til fyrirmyndar, fari vel að fénu og geri börnum grein fyrir því að kindurnar eru ekki reiðskjótar.

helgi@mbl.is