[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ég hlustaði á viðtal við Steinunni Sigurðardóttur í sumar og hún nefndi bókina Demantstorgið eftir Mercè Rodoreda sem bestu bók sem hún hefði lesið. Ég fór og náði mér í hana og hún er rosalega áhugaverð, skrifuð um borgarastyrjöldina á Spáni.

Ég hlustaði á viðtal við Steinunni Sigurðardóttur í sumar og hún nefndi bókina Demantstorgið eftir Mercè Rodoreda sem bestu bók sem hún hefði lesið. Ég fór og náði mér í hana og hún er rosalega áhugaverð, skrifuð um borgarastyrjöldina á Spáni.

Síðan las ég bókina Ítalskir skór eftir Henning Mankell. Ég fékk eiginlega nóg af Kurt Wallander í denn, en þessi bók er um lækni sem gerir læknamistök, býr eftir það á eyju í sænska skerjagarðinum og hefur ekki samband við neinn. Eina vetrarnóttina birtist kona með göngugrind. Vel skrifuð og áhugaverð.

Síðan er það Sæluvíma Lily King. Mjög skemmtileg og áhugaverð bók. Hún byggist á raunverulegum atburðum í ævi Margaret Mead og fleiri mannfræðinga sem eru að rannsaka fólk í Nýju Gíneu.