Guðmundur Þórarinsson
Guðmundur Þórarinsson
Búið er að kalla Guðmund Þórarinsson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu 8. og 11. september í Þjóðadeildinni. Nokkuð er um forföll vegna meiðsla í íslenska hópnum.

Búið er að kalla Guðmund Þórarinsson, leikmann Norrköping í Svíþjóð, inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu fyrir leikina gegn Sviss og Belgíu 8. og 11. september í Þjóðadeildinni. Nokkuð er um forföll vegna meiðsla í íslenska hópnum. Í fyrradag var Theódór Elmar Bjarnason kallaður inn í hópinn í stað Jóhanns Bergs Guðmundssonar, sem er frá vegna meiðsla aftan í læri. Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson verða heldur ekki með og Emil Hallfreðsson og Hannes Þór Halldórsson eru tæpir.

Guðmundur er 26 ára gamall og á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Ísland. Hann hefur átt fast sæti í liði Norrköping, sem er í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar og hefur spilað 19 af 20 leikjum tímabilsins, alla í byrjunarliði. Guðmundur er 26 ára gamall miðjumaður og spilar annað tímabil sitt með liðinu en var áður með Rosenborg og Sarpsborg í Noregi og Nordsjælland í Danmörku. Á Íslandi lék hann síðast með ÍBV árin 2011 og 2012 en spilaði með Selfyssingum fram að því. vs@mbl.is