Eyja? Gervihnattarmynd af Katar.
Eyja? Gervihnattarmynd af Katar.
Sádi-arabískur embættismaður gaf í skyn í gær að ríkisstjórn hans væri að undirbúa gerð skurðar til að skilja nágrannaríkið Katar frá meginlandi Arabíuskaga.

Sádi-arabískur embættismaður gaf í skyn í gær að ríkisstjórn hans væri að undirbúa gerð skurðar til að skilja nágrannaríkið Katar frá meginlandi Arabíuskaga.

„Ég bíð í ofvæni eftir upplýsingum um framkvæmd Salwaeyjuverkefnisins, mikils og sögulegs verkefnis sem mun breyta landslagi svæðisins,“ sagði Saud al Qahtani, ráðgjafi krónprinsins Mohammeds bin Salman, á Twitter. Kalt er á milli stjórna Katar og Sádi-Arabíu. Sádar rufu stjórnarsamband við Katar í júní í fyrra og hafa sakað Katara um að styðja hryðjuverkamenn. Fimm fyrirtækjum hefur verið boðið að að taka verkefnið að sér. Valið verður tilkynnt í september.