Í smíðum Verkpallar eru um allt skip, innanborðs og utan. Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar stefna að afhendingu skipsins í nóvember.
Í smíðum Verkpallar eru um allt skip, innanborðs og utan. Starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar stefna að afhendingu skipsins í nóvember. — Ljósmynd/Crist
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Enn eru mörg handtök eftir við smíði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í skipasmíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að afhendingu 15.

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Enn eru mörg handtök eftir við smíði Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í skipasmíðastöðinni í Póllandi. Stefnt er að afhendingu 15. nóvember en heimildarmenn blaðsins sem til þekkja telja það óraunhæfa dagsetningu og telja vel sloppið ef skipið fæst afhent á árinu. Það gæti jafnvel dregist frekar.

Pólska skipasmíðastöðin Crist hefur tilkynnt Vegagerðinni að hún muni ekki afhenda nýja Vestmannaeyjaferju fyrr en í nóvember og hefur nefnt 15. nóvember í því sambandi. Vegagerðin vonast til þess að sú tímasetning standi. Upphaflega var stefnt að afhendingu í lok júlí en drátturinn er bæði vegna breytinga sem Vegagerðin og samgönguráðherra hafa óskað eftir og að hluta til óútskýrðra tafa hjá skipasmíðastöðinni.

Sigla þarf skipinu heim og búa það undir áætlun. Ljóst er að siglingar hefjast ekki fyrr en í desember í fyrsta lagi. Slæmt veður yfir háveturinn og aðstaða í Landeyjahöfn geta hamlað því að það komi að fullum notum í vetur, eins og stefnt var að. 18