Erling Garðar Jónasson, fyrrverandi forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) á Austurlandi og umdæmisstjóri fyrirtækisins á Vesturlandi og formaður Samtaka aldraðra, lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. ágúst, 83 ára að aldri.

Erling Garðar Jónasson, fyrrverandi forstjóri Rafmagnsveitna ríkisins (RARIK) á Austurlandi og umdæmisstjóri fyrirtækisins á Vesturlandi og formaður Samtaka aldraðra, lést á Landspítalanum í Fossvogi 30. ágúst, 83 ára að aldri.

Erling Garðar fæddist í Reykjavík 24. júní 1935 og ólst upp í Hafnarfirði. Foreldrar hans voru Guðrún Jónsdóttir húsmóðir og Jónas Sveinsson, framkvæmdastjóri.

Erling Garðar lauk sveinsprófi í rafvirkjun, var til sjós, vann sem ljósameistari í Þjóðleikhúsinu um skeið og verkstjóri hjá RARIK. Hann hélt síðan til frekara náms í Kaupmannahöfn og lauk þar prófi í raforkutæknifræði árið 1965.

Erling Garðar hóf störf sem forstjóri RARIK á Austurlandi árið 1967 og gegndi því starfi fram á mitt ár 1990. Hann var síðan um skeið innkaupastjóri RARIK í Reykjavík áður en hann tók við framkvæmdastjórn umdæmis RARIK á Vesturlandi árið 1983 og starfaði þar til ársins 2000. Hann sat í stjórn RARIK á árunum 1979–1982.

Erling Garðar vann að fjölmörgum framfaramálum á Austurlandi og Vesturlandi, m.a. tengdum hitaveitu á lághitasvæðum. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- og félagsstörfum. Hann var jafnaðarmaður og tók virkan þátt í pólitísku starfi, bæði á sveitastjórnarstigi og landsvísu. Hann var um tíma oddviti Egilsstaðahrepps og sat í bæjarstjórn Stykkishólmsbæjar sem oddiviti S-listans. Síðustu árin áttu samtök aldraðra hug hans allan; hann sat þar í stjórn og var formaður samtakanna í átta ár eða til ársins 2015.

Erling Garðar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Jóhönnu Guðnadóttir, árið 1955. Þau eignuðust fimm börn. Barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin fjögur.