Franska tískuhúsið <strong>Hermès </strong>sýndi þessa í vorlínunni fyrir árið 2019.
Franska tískuhúsið Hermès sýndi þessa í vorlínunni fyrir árið 2019.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Beltistöskur eru ótrúlega þægilegar og fjölhæfar fyrir bæði stráka og stelpur. Minni gerðin fer vel um mittið á meðan þær sem eru mýkri í lögun passa betur yfir öxlina. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is

Það er alltaf gott þegar eitthvað þægilegt kemst í tísku en segja má að beltistöskutískan fylgi í kjölfar sigurgöngu strigaskónna enda passar ekki vel að vera með kassalaga handtösku við sportlega skó. Beltistöskur eru heppilegar til dæmis þegar maður klæðist fötum sem eru ekki með vasa. Þær eru líka sérstaklega góðar því þær tolla vel á líkamanum, það er þægilegt að bera þær og hendurnar fá að vera alveg frjálsar þannig að þær eru jafn góðar á dansgólfinu og í göngutúrnum.

Lyst.com sendir frá sér Lyst-listann ársfjórðungslega en niðurstöðurnar eru byggðar á hegðun fimm milljóna manna sem leita, skoða og versla á netinu hjá um 12.000 hönnuðum og búðum. Einu töskurnar sem komust á topp tíu hvað vörur varðar hjá bæði konum og körlum eru einmitt beltistöskur. Hjá konunum er Prada-beltistaskan sem er hér til vinstri í 4. sæti en hjá körlunum er það ein slík frá Gucci. Það eru reyndar vörur frá Gucci sem eru efst á báðum listum, belti hjá konum og sandalar hjá körlum en Gucci er einmitt umtalaðasta vörumerkið á öðrum ársfjórðugi samkvæmt Lyst.