Laun Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., lengst til vinstri, Guðríður Hjördís Baldursdóttir og Sveinborg Hafliðadóttir mannauðsstjórar og Jón Björnsson forstjóri Festi.
Laun Emil B. Karlsson, úttektarmaður hjá Vottun hf., lengst til vinstri, Guðríður Hjördís Baldursdóttir og Sveinborg Hafliðadóttir mannauðsstjórar og Jón Björnsson forstjóri Festi.
Alls 1.200 starfsmenn Festi geta nú verið fullvissir um að sömu laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf hjá fyrirtækjum félagsins.

Alls 1.200 starfsmenn Festi geta nú verið fullvissir um að sömu laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf hjá fyrirtækjum félagsins. Festi hefur fengið jafnlaunavottun og þar með verða Krónan og Nóatún fyrstu dagvöruverslanirnar hér á landi þar sem jafnrétti í launum er vottað. Auk þess rekur Festi Elko og vöruhúsið Bakkann.

Öll fyrirtæki með 250 starfsmenn eða fleiri eiga að vera tilbúin með jafnlaunavottun í lok árs og er Festi meðal fárra sem hafa lokið ferlinu.

Greindu laun og störf

Jón Björnsson, forstjóri Festi, segir í tilkynningu að fyrirtækið hefði alltaf ráðist í þessa vinnu óháð lögum um jafnlaunavottun. „Vottunin hjálpar fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir verðmæti starfa. Þá veitir hún ákveðið gegnsæi og sýnir fólki hvað er í vændum þiggi það störf hjá félaginu,“ segir Jón. Fjögur ár eru frá því að Festi hóf undirbúning að jafnsetningu launa. „Við hugsuðum ekki aðeins um launajafnrétti kynja heldur einnig að fólki sé á engan hátt mismunað. Ekki eftir kyni, aldri eða bakgrunni. Við skoðuðum sérstaklega hvort við mismunuðum milli þjóðerna og svo er ekki,“ segir Guðríður Hjördís Baldursdóttir, mannauðsstjóri Festi. Guðríður hefur ásamt Sveinborgu Hafliðadóttur, mannauðsstjóra Elko, leitt viðamikla vinnu að vottuninni. Greina þurfti laun og störf allra félaganna fimm innan samstæðunnar. sbs@mbl.is