Suðurnes Fjöldi góðra og áhugaverðra mynda barst í samkeppnina.
Suðurnes Fjöldi góðra og áhugaverðra mynda barst í samkeppnina.
Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í ár er ljósmyndasýningin Eitt ár á Suðurnesjum. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir, teknar skv. ákveðnum reglum.

Ljósanætursýning Listasafns Reykjanesbæjar í ár er ljósmyndasýningin Eitt ár á Suðurnesjum. Sýningin er afrakstur samkeppni sem safnið stóð og var öllum Suðurnesjamönnum boðið að senda inn ljósmyndir, teknar skv. ákveðnum reglum. Skilyrðin voru að myndirnar lýstu daglegu lífi og náttúru á Suðurnesjum á einu ári, nánar tiltekið frá 17.júní í fyrra til sama dags í ár.

Alls 60 ljósmyndarar sendu 350 ljósmyndir og eru þær allar til sýnis í Listasal Duus Safnahúsa, ýmist útprentaðar eða á skjá. Sex ljósmyndir sigruðu og fóru í hópinn Bestu myndirnar en 30 aðrar fengu sérstaka viðurkenningu sem góðar ljósmyndir.

Samhliða þessu er í Duus-húsum systursýningin Eitt ár í Færeyjum og er hliðstæð sýning á myndum af Suðurnesjum. Þar eru uppi myndir sem eru afrakstur samkeppni sem Norræna húsið í Færeyjum stóð fyrir árin 2016-17 og var sumarsýning þar í fyrra. Öllum Færeyingum var þá boðið að senda ljósmyndir sem lýstu daglegu lífi og náttúru í Færeyjum. Færeysku vinningsmyndirnar tólf má sjá útprentaðar í bíósal. Allar innsendar myndir eru sýndar á skjá.