Gísli Bergs, lengi útgerðarmaður í Neskaupstað, var einn þeirra sem notuðu aldrei númer þegar þeir hringdu innanbæjar.

Gísli Bergs, lengi útgerðarmaður í Neskaupstað, var einn þeirra sem notuðu aldrei númer þegar þeir hringdu innanbæjar. Hann þurfti auðvitað stundum að hringja heim til sín og sagði þá gjarnan við talsímastúlkuna:

„Heyrðu, gæskan, viltu gefa mér samband við sjálfan mig – heima hjá mér.“