Fyrir 4-5 500 g tómatsósa með hvítlauk og/eða kryddjurtum fersk basilika 1 kíló þorskur eða ýsa pipar og salt 1 msk. olía svartar ólífur 1-2 kúlur ferskur mozzarella Ofninn hitaður í 200 gráður.
Fyrir 4-5

500 g tómatsósa með hvítlauk og/eða kryddjurtum

fersk basilika

1 kíló þorskur eða ýsa

pipar og salt

1 msk. olía

svartar ólífur

1-2 kúlur ferskur mozzarella

Ofninn hitaður í 200 gráður.

Sósan hituð í potti, basilika söxuð gróft og bætt út í sósuna. Fiskurinn skorinn í hæfilega stór stykki og kryddaður með salti og pipar.

Eldfast mót smurt með olíu, fiskinum raðað í formið og sósunni hellt yfir. Að lokum er ólífunum dreift yfir. Álpappír breiddur yfir mótið og það sett í ofninn í ca. 10-15 mínútur.

Mozzarella-osturinn skorinn í sneiðar. Eldfasta mótið tekið úr ofninum og hitinn hækkaður í 215 gráður. Álpappírinn fjarlægður og ostinum raðað ofan á. Eldfasta mótið sett aftur inn í ofninn og bakað í ca. 10 mínútur eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn.

Borið fram með hrísgrjónum og salati, jafnvel góðu brauði líka.