Sjómennskan var Ísfirðingnum Pétri J. Haraldssyni í blóð borin og aldrei kom annað til greina en að hann yrði vélstjóri eins og faðir hans, afi og föðurbræður allir.

Sjómennskan var Ísfirðingnum Pétri J. Haraldssyni í blóð borin og aldrei kom annað til greina en að hann yrði vélstjóri eins og faðir hans, afi og föðurbræður allir. Hann var vélstjóri á fiski- og farskipum en einnig um tíma á Djúpbátnum Fagranesinu, sem var með áætlunarferðir í Ísafjarðardjúpi.

Pétur var eitt sinn að kaupa varahluti í versluninni Rörverki. Að lokinni afgreiðslu bað hann um að fá reikning fyrir vörunum og það sundurliðaðan.

„Hvernig sundurliðaðan?“ spurði afgreiðslumaðurinn.

„Þið, þessir helvítis glæpamenn, eruð stórhættulegir,“ svaraði Pétur þá. „Ég vil fá að vita hvað er eðlilegt verð og hvað er hreinn þjófnaður.“