Elvar Orri Hreinsson
Elvar Orri Hreinsson
Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir á að fasteignaverð á Selfossi hafi hækkað hraðar en á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum.

Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Íslandsbanka, bendir á að fasteignaverð á Selfossi hafi hækkað hraðar en á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum.

„Frá og með árinu 2015 hefur íbúðaverð á Selfossi, hvort sem horft er til sérbýlis eða fjölbýlis, hækkað um 14-15% að meðaltali á ári. Til samanburðar hefur hækkunin á höfuðborgarsvæðinu verið 10-11% á sama tímabili. Íbúðaverð á Selfossi hækkaði því meira en á höfuðborgarsvæðinu. Mesta hækkunin á Selfossi var í fyrra. Þá hækkaði meðalfermetraverð, samkvæmt kaupsamningum á Selfossi, um 42% í fjölbýli og 18% í sérbýli.“

Elvar Orri segir rétt að hafa í huga að meiri verðsveiflur séu í viðskiptum með fjölbýli á Selfossi enda liggi þar færri samningar að baki. Hann segir aðspurður að svo miklar hækkanir gangi ekki til lengri tíma. Þær séu miklar í sögulegu tilliti.

„Ólíklegt verður að teljast að áðurgreindar hækkanir haldi áfram til lengri tíma og benda tölur fyrir 2018 til að þegar sé farið að hægja á hækkun íbúðaverðs á Selfossi.“