Alexander Sakartsjenkó, leiðtogi úkraínskra aðskilnaðarsinna í alþýðulýðveldinu Donetsk svokallaða, lést í sprengjutilræði á kaffihúsi í gær. Sakartsjenkó hafði verið forseti hins yfirlýsta lýðveldis í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014.

Alexander Sakartsjenkó, leiðtogi úkraínskra aðskilnaðarsinna í alþýðulýðveldinu Donetsk svokallaða, lést í sprengjutilræði á kaffihúsi í gær. Sakartsjenkó hafði verið forseti hins yfirlýsta lýðveldis í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Lýðveldið viðurkennir ekki stjórnvöld Úkraínu sem sitja í Kænugarði.

Stjórnvöld Rússlands, sem hafa veitt aðskilnaðarmönnunum stuðning, sökuðu úkraínsk yfirvöld um að standa að baki drápinu á Sakartsjenkó. Vladimír Pútín lýsti því yfir á vefsíðu sinni að hann byggist við því að sökudólgarnir yrðu sóttir til saka. Úkraínsk stjórnvöld neita sök og telja að annaðhvort Rússland eða innanflokksdeilur hafi orðið Sakartsjenkó að bana.