olía til steikingar 3 hvítlauksrif, söxuð 1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður 1 msk. ferskt engifer, rifið 30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi 4 tsk.

olía til steikingar

3 hvítlauksrif, söxuð

1 ferskur rauður chili, fræhreinsaður og saxaður

1 msk. ferskt engifer, rifið

30 g ferskt kóríander, stilkar og blöð saxað í sitt hvoru lagi

4 tsk. karrímauk, rautt eða grænt (curry paste)

1 lítri fiskisoð (gert úr 3 fiskiteningum)

1 dós kókosmjólk (ca. 400 ml)

2.5 dl rjómi eða matreiðslurjómi

3 msk. tómatmauk (tomato paste)

ca. 500 g kartöflur, flysjaðar og skornar í bita

1 stórt grænt epli, flysjað og skorið í bita

800 g þorskhnakkar (eða annar góður þéttur, hvítur fiskur), skorinn í bita

1½ límóna, safinn (lime)

2 tsk. sykur

2 tsk. fiskisósa (fish sauce)

pipar

Olía hituð í stórum potti og hvítlauk, chili, engifer og kóríander stilkum ásamt karrímauki bætt út í pottinn og steikt í um það bil 2 mínútur.

Því næst er fiskisoði, kókosmjólk, rjóma, tómatmauki, eplum og kartöflum bætt út og soðið í 10-15 mínútur eða þar til kartöflurnar eru hér um bil soðnar í gegn.

Þá er fiskinum bætt út í súpuna og hún látin malla í stutta stund þar til hann er soðinn í gegn. Að lokum er söxuðum kóríanderlaufum bætt út í ásamt límónusafa og súpan smökkuð til með sykri, fiskisósu og pipar.

Súpan er gjarnan borin fram með góðu brauði.