Deig 2,5 dl hveiti 0,9 dl volgt vatn 1 msk. þurrger 1 msk. ólífuolía ½ tsk.
Deig

2,5 dl hveiti

0,9 dl volgt vatn

1 msk. þurrger

1 msk. ólífuolía

½ tsk. salt

Ofan á

nokkrir dropar jómfrúarolía

örlítið salt

gulir og rauðir litlir tómatar

1 avókadó

vorlaukur, gróft skorinn

1 poki furuhnetur, ristaðar

hvítlauksolía

Blandið saman þurrefnum. Hrærið gerið upp í vatninu og blandið saman við deigið ásamt ólífuolíu. Fletjið eins þunnt út og mögulegt er og setjið á bökunarpappírsklædda plötu. Dreypið örlítilli jómfrúarolíu yfir og örlitlu salti.

Skerið avókadóið í örþunnar sneiðar og tómatana sömuleiðis og raðið á deigið. Setjið vorlauk yfir og hitið í ofni við 190°C í um 10 mínútur eða þar til grænmetið er örlítið gyllt. Hellið hvítlauksolíu og ristuðum furuhnetum yfir áður en borið er fram.