[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tónlistarmaðurinn og þáttastjórnandinn Jón Ragnar Jónsson var að vonum ánægður í vikunni eftir Toskana-brúðkaup litla bróður, Friðriks Dórs, og Lísu Hafliðadóttur.

Tónlistarmaðurinn og þáttastjórnandinn Jón Ragnar Jónsson var að vonum ánægður í vikunni eftir Toskana-brúðkaup litla bróður, Friðriks Dórs, og Lísu Hafliðadóttur. Hann hafði þetta að segja á Facebook: „Það átti vel við að brúðkaupið í bestu sögu sem hefur verið sögð var einfaldlega fullkomið.“

Eva H. Baldursdóttir lögfræðingur skrifaði á Facebook um að flest leiðandi stórfyrirtæki sendi starfsfólk sitt í núvitundarþjálfun. „Af hverju? Af því að allar rannsóknir sína að starfsfólki líður betur í vinnunni, það er meiri jákvæðni og gleði og það er auðveldara að takast á við flókin og erfið verkefni. Og það smitar auðvitað út í allt lifið og samskipti.“

Rithöfundurinn og þingmaðurinn Guðmundur Andri Thorsson skrifaði á Facebook: „Ég þurfti að bregða mér í Costco eftir kattamat. Alltaf líður mér þar eins og Gúlíver í Risalandi. Gaman að rölta þar um og sjá allar þessar risavörur en mér tekst ekki að venjast því að þurfa að framvísa skilríkjum við inngöngu og sæta skoðun á því við útganginn hvort ég hafi stolið ein hverju.“

Veðurstofan varaði við slæmu veðri á fimmtudagskvöld og hættu á foktjóni. Einar Bárðarson , samskiptastjóri Hafnafjarðarbæjar, tísti daginn eftir óveðrið: „Vonbrigði dagsins; Trampolínið er ennþá úti í garði!“