Gvendur Eyja var með gríðarlega stórar og kraftalegar hendur, sannkallaða hramma. Einhverju sinni var hann að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja og sat á spjalli við kunningja sinn í borðsalnum.

Gvendur Eyja var með gríðarlega stórar og kraftalegar hendur, sannkallaða hramma. Einhverju sinni var hann að koma með Herjólfi til Vestmannaeyja og sat á spjalli við kunningja sinn í borðsalnum. Þarna á næsta borði sat karl einn úr Reykjavík og fylgdist grannt með þeim félögum. Þegar leið á ferðina færði hann sig að borðinu til þeirra og sagði við Gvend:

„Ég er búinn að vera að skoða á þér hendurnar og held að ég hafi aldrei fyrr séð jafnstórar hendur á nokkrum manni. Fyrirgefðu að ég spyr, en við hvað starfar maður með svona stórar hendur?“

Gvendur hallaði undir flatt og sagði síðan:

„Þér að segja, þá er ég úrsmiður.“