„Við erum með sömu ráð og alltaf. Það er að mæta tímanlega og leggja löglega í eitthvert af þeim 1.
„Við erum með sömu ráð og alltaf. Það er að mæta tímanlega og leggja löglega í eitthvert af þeim 1.700 bílastæðum sem eru í kringum völlinn,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. Að hennar sögn mega ökumenn sem leggja ólöglega búast við um tíu þúsund króna sekt. Eftirlit á vegum Bílastæðasjóðs vegna leiksins verður sambærilegt við það sem notast er við í kringum aðra stórviðburði á Laugardalsvelli. „Það hefur ekki verið svona mikill viðbúnaður áður vegna kvennaleiks. Við höfum náð góðum tökum á karlaleikjunum enda veit fólk af eftirlitinu og hættir þar af leiðandi að leggja ólöglega,“ segir Kolbrún og bætir við að bifreiðum sem lagt er ólöglega á stórviðburðum fari ört fækkandi. „Mér hefur fundist þetta vera mikið betra undanfarið. Fólk er að læra þetta, sem er gott, enda viljum við ekki að fólk sé að leggja svona,“ segir Kolbrún.